Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2023 15:00 Arnaldo Otegi, leiðtogi EH Bildu, á blaðamannafundi eftir að sjö dæmdir hryðjuverkamenn ETA drógu framboð sín tilbaka. Nöfn þeirra verða engu að síður á kjörseðlum nk. sunnudag, 28. maí. Europa Press 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings. Spánn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings.
Spánn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira