Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar um tilkynningu sem kom inn á borð björgunarsveita og slökkviliðs í Stykkishólmi vegna elds í bát suðvestur af bænum í gærkvöldi.
Jón Þór segir að eldur hafi þar orðið laus í vistarverum og að skipverjanum hafi ekki ráðið við eldinn og neyðst til að yfirgefa bátinn.
Jón Þór segir að skipverjanum hafi verið bjargað um borð í lítinn bát björgunarsveita og hann fluttur þaðan í stærri bát. Alelda bátinn hafi svo rekið upp í fjöru.
