Hermann: Pavel er einstakur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 09:01 Körfuboltasérfræðingurinn Hermann Hauksson ræddi við Guðjón Guðmundsson um Pavel Ermolinskij, þjálfara nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls. Vísir Pavel Ermolinskij vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil þegar hann stýrði Tindastóls til sigurs gegn Val á fimmtudagskvöld. Körfuknattleikssérfræðingurinn Hermann Hauksson segir Pavel vera einstakan. Pavel tók við liði Tindastóls á miðju tímabili og hans hlutverk var skýrt: Að koma Íslandsmeistaratitlinum á Sauðárkrók. „Pavel er náttúrulega einstakur persónuleiki og hárrétta persónan til að taka við Tindastól á þessum tímapunkti. Hann kemur með ofboðslega einfalda hluti á borðið, taktíska en góða og er ekkert of mikil að fara í einhver flókin kerfi,“ sagði sérfræðingurinn Hermann Hauksson í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. „Hann einhvern veginn tekur þá á það stig að hann fær þá til að hugsa rétt og ná andanum rétt. Það var eiginlega það sem vantaði við þetta lið Tindastóls. Það sem hann tók við var gott lið en hann gerði þá andlega betri.“ Hermann segir þó að hann hafi ekki alveg séð það fyrir að Pavel myndi stýra Stólunum til Íslandsmeistaratitils á fyrsta tímabili sem þjálfari í Subway-deildinni. „Löngunin var til staðar að þetta myndi gerast af því einhver veginn þykir manni það vænt um Pavel, af því hann er KR-ingur og ágætis vinur manns. Mér finnst þetta rosalega falleg saga að þetta skyldi enda svona.“ Allt spjall þeirra Gaupa og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar kemur Hermann meðal annars inn á Pavel sem leikmann og þá geðshræringu sem átti sér stað á meðal stuðningsmanna Tindastóls eftir að lokaflautið gall í Origo-höllinni á fimmtudag. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Pavel gaf gullið sitt Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Stólarnir fögnuðu vel og rækilega eftir leik og heppinn ungur stuðningsmaður fékk verðlaunapening Pavels Ermolinski, þjálfara Tindastóls. 19. maí 2023 10:00 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Pavel tók við liði Tindastóls á miðju tímabili og hans hlutverk var skýrt: Að koma Íslandsmeistaratitlinum á Sauðárkrók. „Pavel er náttúrulega einstakur persónuleiki og hárrétta persónan til að taka við Tindastól á þessum tímapunkti. Hann kemur með ofboðslega einfalda hluti á borðið, taktíska en góða og er ekkert of mikil að fara í einhver flókin kerfi,“ sagði sérfræðingurinn Hermann Hauksson í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. „Hann einhvern veginn tekur þá á það stig að hann fær þá til að hugsa rétt og ná andanum rétt. Það var eiginlega það sem vantaði við þetta lið Tindastóls. Það sem hann tók við var gott lið en hann gerði þá andlega betri.“ Hermann segir þó að hann hafi ekki alveg séð það fyrir að Pavel myndi stýra Stólunum til Íslandsmeistaratitils á fyrsta tímabili sem þjálfari í Subway-deildinni. „Löngunin var til staðar að þetta myndi gerast af því einhver veginn þykir manni það vænt um Pavel, af því hann er KR-ingur og ágætis vinur manns. Mér finnst þetta rosalega falleg saga að þetta skyldi enda svona.“ Allt spjall þeirra Gaupa og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar kemur Hermann meðal annars inn á Pavel sem leikmann og þá geðshræringu sem átti sér stað á meðal stuðningsmanna Tindastóls eftir að lokaflautið gall í Origo-höllinni á fimmtudag.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Pavel gaf gullið sitt Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Stólarnir fögnuðu vel og rækilega eftir leik og heppinn ungur stuðningsmaður fékk verðlaunapening Pavels Ermolinski, þjálfara Tindastóls. 19. maí 2023 10:00 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Pavel gaf gullið sitt Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Stólarnir fögnuðu vel og rækilega eftir leik og heppinn ungur stuðningsmaður fékk verðlaunapening Pavels Ermolinski, þjálfara Tindastóls. 19. maí 2023 10:00
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12