Sara segir orðróm um deilur hjá Juventus ekki sannan Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:51 Sara Björk gekk til liðs við Juventus síðasta sumar. Visir/Getty Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir gæti verið á leiðinni frá Juventus en netmiðlar greina frá ósætti á milli hennar og hluta leikmannahópsins. Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Sara Björk gekk til liðs við Juventus í júní í fyrra og hefur komið við sögu í átján leikjum hjá liðinu á tímabilinu. Hún er með samning við Juventus út næsta tímabil. Blaðamaðurinn Mauro Munno sem þekkir vel til hjá Juventus segir að Sara Björk hafi lent upp á kant við hluta leikmannahópsins. Hann segir jafnfram að vel raunhæft sé að Sara Björk yfirgefi félagið í sumar. View this post on Instagram A post shared by soccerdonna.de (@soccerdonna) Á vefmiðlinum Juventusnews24 er greint frá ósætti á milli Söru Bjarkar og þjálfarans Joe Montemurro. Þar segir að Juventus sé nú að íhuga að losa sig við Söru Björk og að ítölsk knattspyrna sé ekki tilbúin að styðja við leikmann eins og hana. Einnig kemur þar fram að á tíma þjálfarans Montemurro hjá Arsenal hafi hann lent upp á kant við stærstu stjörnur liðsins og að hann hafi ekki náð því besta úr Söru Björk hjá Juventus. Þar segir ennfremur að Stefano Braghin, yfirmaður kvennaliðs Juventus, muni á næstu vikum reyna að miðla málum á milli aðila en að samheldni liðsins verði þó í forgangi. Í greininni kemur einnig fram að Juventus muni breyta um kúrs og byggja liðið upp á yngri leikmönnum á næsta tímabili og liggi bæði knattspyrnulegar og fjárhagslegar ástæður þar að baki. Esclusiva @junews24com Strappo tra #Gunnarsdottir e parte dello spogliatoio della #JuventusWomen. L'addio in estate è un'amara ma realistica ipotesi: Braghin prova la mediazione. Sarebbe una sconfitta per il movimento... Tutto sotto pic.twitter.com/MlFVSgc1yQ— Mauro Munno (@Maumunno) May 19, 2023 Ekki er langt síðan Sara Björk kom fram í heimilidamynd Juventus þar sem sagt var frá baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Þar sagðist Sara Björk hafa fengið frábæran stuðning frá félaginu og að Juventus væri sömuleiðis stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru Bjarkar. Uppfært: Sara Björk vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband að öðru leyti en að segja að þessi orðrómur væri ekki sannur
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. 11. maí 2023 08:31