Frá þessu greinir Tindastóll í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram en á Sauðárkóki fer nú fram lokahóf liðsins.
Sigtryggur Arnar hefur leikið stórt hlutverk í liði Tindastóls undanfarin tímabil og varð á fimmtudaginn síðastliðinn Íslandsmeistari með liðinu.
Fyrr í dag greindi körfuknattleiksdeild Tindastóls frá því að Adomas Drungilas hefði framlengt samning sinn við félagið og því hafa tveir lykilmenn Tindastóls skrifað undir nýja samninga í dag.