„Bað strákana afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 16:30 Alfreð Finnbogason leikur undir stjórn fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarans Freys Alexanderssonar hjá Lyngby. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Lyngby í gær þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í 4-0 tapi gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira