Bezos og Sánchez hafa verið saman í rúm fimm ár. Parið hefur enn ekki sagt opinberlega frá trúlofuninni en Page Six fullyrðir að hún hafi átt sér stað. Þó er ekki vitað nákvæmlega hvenær Bezos bað hennar.
Parið sást slaka á saman á tugmilljarða snekkju Bezos um helgina, þar sást Sánchez með hringinn á baugfingri vinstri handar.
Þau höfðu gert sér ferð til suðurhluta Frakklands og mætt á kvikmyndahátíðina í Cannes. Þar mættu þau saman á frumsýningu kvikmyndarinnar Killers of the Flower Moon. Það virðist þó vera sem Sánchez hafi ekki verið með hringinn er þau mættu á kvikmyndasýninguna.
Að undanförnu hafa Bezos og Sánchez reglulega eytt tíma saman á bátnum en hann varð tilbúinn í mars síðastliðnum. Bezos nefndi bátinn Koru og á það að tákna nýtt upphaf. Báturinn á að hafa kostað um hálfan milljarð dollara, um sjötíu milljarða í íslenskum krónum.
