Velferðarmálin efst á forgangslista raunsærrar Samfylkingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 12:47 Jóhann Páll segir Samfylkingarfólk ekki kippa sér upp við gagnrýni frá Viðreisn eða Sjálfstæðisflokknum. „Samfylkingin hefur gjörbreytt sinni forgangsröðun eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður flokksins og við erum bara mjög raunsæ á Evrópumálin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar um gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á afstöðu flokksins. Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann. Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann.
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira