Bíl-og bóllaus lífstíll í einni íbúð á Snorrabraut Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 07:00 35 íbúðir í húsinu eru nú til sölu. Ein þeirra hefur vakið sérlega athygli á samfélagsmiðlum. Snorrahús Íbúð sem nú er í byggingu á Snorrabraut 62 hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þar er ekki að finna svefnherbergi og grínast netverjar með að því verði hægt að lifa bíl-og bóllausum lífsstíl í íbúðinni en engin bílastæði fylgja húsinu. Framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Snorrahúss segir deiluskipulag hafa nauðbeygt byggingaraðila í að hafa íbúðina án svefnherbergis. „Upphaflega hönnuðum við þessa íbúð þannig að það væri svefnherbergi í henni en fengum svö svör frá skipulagsyfirvöldum að það væri ekki í boði þar sem einungis 60 prósent íbúða í húsinu mættu vera tveggja herbergja íbúðir,“ útskýrir Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Snorrahúss. Íbúðin sem um ræðir er númer 212 og var teikningum af íbúðinni deilt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hún er sú eina í húsinu sem ekki fylgir svefnherbergi. Íbúðin er 38 fermetrar að stærð og er uppsett verð 43,9 milljónir króna. Bað í íbúðinni er 6,2 fermetrar að stærð, stofa/eldhús/anddyri er 19,8 fermetrar að stærð og eru svalir síðan 5,6 fermetrar. Áður hefur vakið athygli að engin sérmerkt bílastæði fylgja húsinu. 35 íbúðir eru í húsinu sem er á besta stað skammt frá Landspítalanum og miðbæ Reykjavíkur og er íbúðunum ætlað að höfða til fólks sem lifir bíllausum lífsstíl. Eru þetta semsagt 38fm _með_ svölunum?Án svala 32,4fm ?43,9/32,4 = 1,35 1,35 milljónir á hvern fermeter innan íbúðar?— gummih $8 (@gummih) May 23, 2023 „Ef einhver er að finna að þessu hjá okkur, þá má bara benda honum á skipulagsyfirvöld,“ segir Kristinn sem bætir því við að Snorrahús hafi sótt um undanþágu vegna málsins, án árangurs. „Raunverulega voru einu svörin sem ég fékk að ég gæti bara endurhannað húsið. Við höfum því miður ekki séð neinar skynsamar leiðir til þess að gera það, enda vorum við mjög sáttir við hönnunina og leystum þetta því svona.“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort verðið á íbúðinni sé of hátt? „Verðlagning er frjáls og við stöndum og föllum með okkar verðlagningu. Markaðurinn virkar þannig að ef einhver verðleggur of hátt selur hann ekki eignina, í vaxtastigi í dag tekur markaðurinn grimmilega á móti honum. Að öðru leyti er verðlagning í samræmi við markaðsaðstæður og ég tel verðlag sé síst of hátt.“ Snorrahús Neytendur Fasteignamarkaður Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
„Upphaflega hönnuðum við þessa íbúð þannig að það væri svefnherbergi í henni en fengum svö svör frá skipulagsyfirvöldum að það væri ekki í boði þar sem einungis 60 prósent íbúða í húsinu mættu vera tveggja herbergja íbúðir,“ útskýrir Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Snorrahúss. Íbúðin sem um ræðir er númer 212 og var teikningum af íbúðinni deilt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hún er sú eina í húsinu sem ekki fylgir svefnherbergi. Íbúðin er 38 fermetrar að stærð og er uppsett verð 43,9 milljónir króna. Bað í íbúðinni er 6,2 fermetrar að stærð, stofa/eldhús/anddyri er 19,8 fermetrar að stærð og eru svalir síðan 5,6 fermetrar. Áður hefur vakið athygli að engin sérmerkt bílastæði fylgja húsinu. 35 íbúðir eru í húsinu sem er á besta stað skammt frá Landspítalanum og miðbæ Reykjavíkur og er íbúðunum ætlað að höfða til fólks sem lifir bíllausum lífsstíl. Eru þetta semsagt 38fm _með_ svölunum?Án svala 32,4fm ?43,9/32,4 = 1,35 1,35 milljónir á hvern fermeter innan íbúðar?— gummih $8 (@gummih) May 23, 2023 „Ef einhver er að finna að þessu hjá okkur, þá má bara benda honum á skipulagsyfirvöld,“ segir Kristinn sem bætir því við að Snorrahús hafi sótt um undanþágu vegna málsins, án árangurs. „Raunverulega voru einu svörin sem ég fékk að ég gæti bara endurhannað húsið. Við höfum því miður ekki séð neinar skynsamar leiðir til þess að gera það, enda vorum við mjög sáttir við hönnunina og leystum þetta því svona.“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort verðið á íbúðinni sé of hátt? „Verðlagning er frjáls og við stöndum og föllum með okkar verðlagningu. Markaðurinn virkar þannig að ef einhver verðleggur of hátt selur hann ekki eignina, í vaxtastigi í dag tekur markaðurinn grimmilega á móti honum. Að öðru leyti er verðlagning í samræmi við markaðsaðstæður og ég tel verðlag sé síst of hátt.“ Snorrahús
Neytendur Fasteignamarkaður Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira