Ronaldo: Deildin í Sádi-Arabíu gæti orðið ein af þeim fimm bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:01 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki með Al-Nassr. Getty/Mohammed Saad Cristiano Ronaldo hefur mikla trú á uppgangi deildarinnar í Sádi-Arabíu á næstu árum en hann gekk til liðs við Al Nassr í janúar. Ronaldo fær í kringum tvö hundruð milljónir evra í sinn hlut fyrir samninginn eða meira en þrjátíu milljarða íslenskra króna. Watch: Portuguese soccer great Cristiano #Ronaldo believes the #Saudi Pro League he joined this season could in time become one of the top five leagues in the world.https://t.co/22NUZMlCIB pic.twitter.com/9Fmdw3maaq— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) May 24, 2023 Ekki fylgir sögunni hvort að hluti af skyldum hans sé að tala deildina upp. Ronaldo hefur í það minnsta mjög góðan samanburð því hann hefur spilað í mörgum af bestu deildum heims en í Englandi, á Spáni og á Ítalíu. Hinn 38 ára gamli Portúgali segir að deildin hafi þegar orðið betri þann tíma sem hann hefur spilað þar. „Við erum mun betri og deildin í Sádi-Arabíu er að verða betri. Hún verður enn betri á næsta ári,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við sádi-arabísku sjónvarpsstöðina SSC. „Skref fyrir skref tel ég að þessi deild verði á endanum ein af þeim fimm bestu í heimi en þeir þurfa bara tíma,“ sagði Ronaldo. Hann gefur Sádunum fimm, sex eða sjö ár í að ná því markmiði. In Saudi Arabia, Cristiano Ronaldo scored the winning goal as Al-Nassr came back from two goals down to beat Al-Shabab 3-2 and keep alive their slim hopes of winning the league title. They are 3 points behind leaders Al-Ittihad with two rounds to go pic.twitter.com/MfHNwWeIGc— Mohamed El Gharbawy (@Gharbawy) May 23, 2023 „Ég trúi því að þetta land bjóði upp á mikla möguleika, hér er æðislegt fólk og deildin verður frábær,“ sagði Ronaldo. Það er mikill metnaður hjá Sádi-Aröbunum enda vill Al Hilal, keppinautur Al Nassr, semja við Lionel Messi. Ronaldo skoraði glæsilegt mark í gærkvöldi í 3-2 endurkomusigri á Al Shabab og á því enn smá möguleika á því að vinna titilinn. Al-Ittihad hefði orðið meistari ef Ronaldo og félagar hefðu ekki klárað þennan leik. 1 5 league goals *minimum* for Premier League La Liga Serie A Roshn Saudi League Cristiano Ronaldo #RoshnSaudiLeague | @Cristiano pic.twitter.com/hK53dwpr4E— Roshn Saudi League (@SPL_EN) May 23, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Ronaldo fær í kringum tvö hundruð milljónir evra í sinn hlut fyrir samninginn eða meira en þrjátíu milljarða íslenskra króna. Watch: Portuguese soccer great Cristiano #Ronaldo believes the #Saudi Pro League he joined this season could in time become one of the top five leagues in the world.https://t.co/22NUZMlCIB pic.twitter.com/9Fmdw3maaq— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) May 24, 2023 Ekki fylgir sögunni hvort að hluti af skyldum hans sé að tala deildina upp. Ronaldo hefur í það minnsta mjög góðan samanburð því hann hefur spilað í mörgum af bestu deildum heims en í Englandi, á Spáni og á Ítalíu. Hinn 38 ára gamli Portúgali segir að deildin hafi þegar orðið betri þann tíma sem hann hefur spilað þar. „Við erum mun betri og deildin í Sádi-Arabíu er að verða betri. Hún verður enn betri á næsta ári,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við sádi-arabísku sjónvarpsstöðina SSC. „Skref fyrir skref tel ég að þessi deild verði á endanum ein af þeim fimm bestu í heimi en þeir þurfa bara tíma,“ sagði Ronaldo. Hann gefur Sádunum fimm, sex eða sjö ár í að ná því markmiði. In Saudi Arabia, Cristiano Ronaldo scored the winning goal as Al-Nassr came back from two goals down to beat Al-Shabab 3-2 and keep alive their slim hopes of winning the league title. They are 3 points behind leaders Al-Ittihad with two rounds to go pic.twitter.com/MfHNwWeIGc— Mohamed El Gharbawy (@Gharbawy) May 23, 2023 „Ég trúi því að þetta land bjóði upp á mikla möguleika, hér er æðislegt fólk og deildin verður frábær,“ sagði Ronaldo. Það er mikill metnaður hjá Sádi-Aröbunum enda vill Al Hilal, keppinautur Al Nassr, semja við Lionel Messi. Ronaldo skoraði glæsilegt mark í gærkvöldi í 3-2 endurkomusigri á Al Shabab og á því enn smá möguleika á því að vinna titilinn. Al-Ittihad hefði orðið meistari ef Ronaldo og félagar hefðu ekki klárað þennan leik. 1 5 league goals *minimum* for Premier League La Liga Serie A Roshn Saudi League Cristiano Ronaldo #RoshnSaudiLeague | @Cristiano pic.twitter.com/hK53dwpr4E— Roshn Saudi League (@SPL_EN) May 23, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira