„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:30 Birgir Steinn Jónsson var með 5,7 mörk og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Gróttu í Olís deild karla á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein
Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira