„Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:01 Landsliðsmennirnir streyma til 1. deildarmeistara Álftanes. Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson hafa báðir samið við nýliðana. Samsett/Álftanes körfubolti Nýliðar Álftanes í Subway deild karla í körfubolta hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og eru þegar búnir að semja við tvo íslenska landsliðsmenn fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild í sögu félagsins. Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira