Hræðilegt að þurfa að vera í verkfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 11:30 Edda Davíðsdóttir er formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Vísir/Arnar Fjöldi starfsmanna Mosfellsbæjar kom saman á samstöðufundi í dag vegna verkfalls félagsfólks BSRB í sveitarfélaginu. Formaður starfsmannafélags sveitarfélagsins segir stöðuna vera hræðilega. Í dag var haldinn samstöðufundur fyrir starfsmenn BSRB í Mosfellsbæ sem eru í verkfalli. Kjaraviðræður bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lítið komist áfram. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Hlégarði og mættu um 150 manns þangað. Að sögn formanns starfsmannafélags Mosfellsbæjar var mikil samstaða meðal gesta fundarins en mikið lófatak mátti heyra í salnum í hvert sinn sem ræðumenn slepptu orðinu. Frá fundinum í Hlégarði í morgun.BSRB „Fólk er að sýna samstöðu og samfélagið er að sýna samstöðu. Hvorki við né aðrir skiljum að við séum í þessari stöðu. Þetta er hræðileg staða. Þetta fólk sem er í verkfalli núna er að passa börnin okkar þannig við erum að rugla svolítið í því. En það verður bara að klára þetta. Það verður að klára þetta,“ segir Edda Davíðsdóttir, formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Búið er að boða til verkfalla í 29 sveitarfélögum um land allt og verði ekki samið áður en þau hefjast munu 2.500 manns hafa lagt niður störf, mestmegnis ófaglærðir leikskólastarfsmenn. Formaður BSRB segir mikilvægt að sveitarfélögin fari að meta stöðuna og átta sig á því hver fórnarkostnaðurinn við að hlusta ekki á kröfur starfsfólk sé. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar „Það er auðvitað markmiðið með verkfalli að knýja fram kröfur okkar við samningaborðið og við finnum að það eru mjög víðtæk áhrifin. Það hefur verið mjög mikill hugur í fólki og gríðarlega góð mæting á alla samstöðufundina. Þau standa keik og sterk saman í baráttunni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningafundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn í síðustu viku endaði á örlítið bjartari nótum en fundirnir á undan en þrátt fyrir það sá sáttasemjari deilunnar ekki tilefni til að boða til nýs fundar milli samningsaðila. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mosfellsbær Tengdar fréttir „Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28 Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 „Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Í dag var haldinn samstöðufundur fyrir starfsmenn BSRB í Mosfellsbæ sem eru í verkfalli. Kjaraviðræður bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lítið komist áfram. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Hlégarði og mættu um 150 manns þangað. Að sögn formanns starfsmannafélags Mosfellsbæjar var mikil samstaða meðal gesta fundarins en mikið lófatak mátti heyra í salnum í hvert sinn sem ræðumenn slepptu orðinu. Frá fundinum í Hlégarði í morgun.BSRB „Fólk er að sýna samstöðu og samfélagið er að sýna samstöðu. Hvorki við né aðrir skiljum að við séum í þessari stöðu. Þetta er hræðileg staða. Þetta fólk sem er í verkfalli núna er að passa börnin okkar þannig við erum að rugla svolítið í því. En það verður bara að klára þetta. Það verður að klára þetta,“ segir Edda Davíðsdóttir, formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Búið er að boða til verkfalla í 29 sveitarfélögum um land allt og verði ekki samið áður en þau hefjast munu 2.500 manns hafa lagt niður störf, mestmegnis ófaglærðir leikskólastarfsmenn. Formaður BSRB segir mikilvægt að sveitarfélögin fari að meta stöðuna og átta sig á því hver fórnarkostnaðurinn við að hlusta ekki á kröfur starfsfólk sé. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar „Það er auðvitað markmiðið með verkfalli að knýja fram kröfur okkar við samningaborðið og við finnum að það eru mjög víðtæk áhrifin. Það hefur verið mjög mikill hugur í fólki og gríðarlega góð mæting á alla samstöðufundina. Þau standa keik og sterk saman í baráttunni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningafundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn í síðustu viku endaði á örlítið bjartari nótum en fundirnir á undan en þrátt fyrir það sá sáttasemjari deilunnar ekki tilefni til að boða til nýs fundar milli samningsaðila.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mosfellsbær Tengdar fréttir „Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28 Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 „Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
„Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03
„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04