Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 08:01 Rauða spjaldið fór á loft í þriðja sinn í leiknum, seint í uppbótartíma, eftir að Gonzalo Zamorano hrækti á mótherja. Skjáskot/youtube/@Lengjudeildin Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir. Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira