Átak til stuðnings dómurum: „Ertu vanur því að garga á fólk?“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 15:45 Dómarar þurfa oft að taka umdeildar ákvarðanir en KSÍ berst nú fyrir meiri jákvæðni í garð þeirra. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Íslands hefur hrundið af stað átaki vegna hegðunar fólks í garð dómara, til að vekja athygli á störfum þeirra og mikilvægi fyrir fótboltann. Þjóðþekktir Íslendingar koma fram í myndböndum í tengslum við átakið, þar á meðal forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Benediktsson sem spyr: „Ertu vanur því að garga á fólk? Í vinnunni? Í búðinni? Í bíó? Eða á fjölskylduna? Af hverju heldur þú að það sé í lagi á fótboltaleik? Ekki tapa þér.“ Skammt er síðan að KSÍ greindi frá því að tveimur dómurum á Íslandi hefðu á síðustu vikum borist líflátshótanir. Önnur hótunin barst í gegnum talskilaboð en í hinu tilvikinu missti áhorfandi stjórn á skapi sínu og ruddist inn á völlinn, og að dómaranum. Markmið átaksins sem KSÍ stendur nú fyrir er að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara, og/eða að bæta hegðun sína og láta af neikvæðri hegðun í garð dómara, bæði í meistaraflokki og yngri flokkum. Einnig er ætlunin að fjölga dómurum en á vef KSÍ segir að mörg félög finni fyrir því að nýliðun í stéttinni sé mikil áskorun, og er neikvætt viðhorf í garð dómara talið hafa þar talsvert að segja. Í myndböndunum frá KSÍ þakka hins vegar þjóðþekktir Íslendingar dómurum fyrir þeirra störf, og hvetja fólk til að hætta að tapa sér. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Þjóðþekktir Íslendingar koma fram í myndböndum í tengslum við átakið, þar á meðal forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Benediktsson sem spyr: „Ertu vanur því að garga á fólk? Í vinnunni? Í búðinni? Í bíó? Eða á fjölskylduna? Af hverju heldur þú að það sé í lagi á fótboltaleik? Ekki tapa þér.“ Skammt er síðan að KSÍ greindi frá því að tveimur dómurum á Íslandi hefðu á síðustu vikum borist líflátshótanir. Önnur hótunin barst í gegnum talskilaboð en í hinu tilvikinu missti áhorfandi stjórn á skapi sínu og ruddist inn á völlinn, og að dómaranum. Markmið átaksins sem KSÍ stendur nú fyrir er að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara, og/eða að bæta hegðun sína og láta af neikvæðri hegðun í garð dómara, bæði í meistaraflokki og yngri flokkum. Einnig er ætlunin að fjölga dómurum en á vef KSÍ segir að mörg félög finni fyrir því að nýliðun í stéttinni sé mikil áskorun, og er neikvætt viðhorf í garð dómara talið hafa þar talsvert að segja. Í myndböndunum frá KSÍ þakka hins vegar þjóðþekktir Íslendingar dómurum fyrir þeirra störf, og hvetja fólk til að hætta að tapa sér.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira