Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 15:43 Steindór er einn fjögurra vísindamanna við HÍ, HR og heilsugæslunnar sem stóðu að rannsókninni. Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma. Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma.
Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira