Formúla 1

Verstappen ræsir fremstur en liðsfélaginn aftastur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen ræsir fremtur í Mónakó.
Max Verstappen ræsir fremtur í Mónakó. Dan Mullan/Getty Images

Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur.

Eftir stórfurðulegar tímatökur í Mónakó í dag er það Max Verstappen sem stendur uppi sem sigurvegari og ræsir fremstur þegar ljósin slokkna á morgun. Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og George Russell voru í basli frá fyrstu mínútu og um tíma leit út fyrir að Esteban Ocon myndi taka ráspólinn.

Það má hins vegar aldrei afskrifa heimsmeistarann Max Verstappen því hann átti að lokum besta tímann í lokahluta tímatökunnar þegar hann kom í mark á tímanum 1:11,365, aðeins 0.084 sekúndum hraðari en Fernando Alonso sem ræsir annar.

Heimamaðurinn Charles Leclerc ræsir svo þriðji og með honum í rásröð er liðsfélagi hans, Carlos Sainz, sem ræsir fjórði.

Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir seinastur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×