Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Sigurður Orri Kristjánsson og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2023 23:05 Auður Alfa Ólafsdóttir er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Stöð 2/Egill Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði þetta Þann 9. maí síðastliðin. Um er að ræða verð á sömu matvörum og kannaðar voru 29. mars í fyrra, 13 mánuðum fyrr. Á þeim tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 11% og matvælaverðið því hækkað um fram það. Verð var kannað hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Kjörbúðinni, Iceland, Fjarðarkaupum, og Feimkaupum. Verð hækkaði í öllum matvöruflokkum en mjólkurvörur hækkuðu um 13,9%, ávextir og grænmeti um 25,3%, brauð kex og morgunkorn um 14,5%, dósamatur og þurrvörur um rúm 10%, kjöt, fiskur og álegg um 11,2%, drykkjarvörur um 7,2%, frosnar vörur um 10,5%, sælgæti og snakk um 17,3%, te og kaffi um 16,4%. Hreinlætisvörur hins vegar lækkuðu eilítið í verði eða um 1,7%. Verð hækkar í næstum öllum flokkum, og það hratt.Mynd/ASÍ Af 739 verðmælingum hefur verð staðið í stað eða lækkað í 144 tilfellum en hækkað í 602 tilfellum – verð hækkar fjórfalt oftar en það stendur í stað eða lækkar. Ekki voru allar vörur til í báðum verðmælingum hjá öllum verslunum og eru samanburðarmælingarnar því mis margar. Þá voru fáar vörur í sumum flokkum og því er ekki hægt að draga ályktanir um almennar verðlagshækkanir út frá þeim segir í úttektinni. „Íslenskur matvörumarkaður er auðvitað fákeppnismarkaður“ Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir ástæður þess að matvöruverð hefur hækkað umfram verðlag fjölþættar. „Heimsfaraldurinn og Úkraínustríðið hafa auðvitað haft mikil áhrif. Svo er íslenskur matvörumarkaður auðvitað fákeppnismarkaður, sem hjálpar ekki til og gerir það að verkum að verðhækkanirnar eru meiri en ella,“ segir hún. Þá segir hún sökina að einhverju leyti vera stjórnvalda. Þau hafi ekki staðið sig í því að styðja við bakið á viðkvæmustu hópum samfélagsins og hafi, ef eitthvað er, aukið álögur á matvöru. „Þau hafa staðið sig mun betur í að verja breiðustu bökin, en þau sögðu til að mynda nýverið að það kæmi ekki til greina að hækka skatta á elstu lögin í samfélaginu. Þá hefur ekki verið nein stemning fyrir hvalrekasköttum eða neinu í þá veru. Það eru auðvitað bara stjórnvöld sem þurfa að hugsa sinn gang og í raun og veru að taka algjöra U-beygju frá núverandi stefnu, sem virðist snúast um að verja þessi breiðustu bökin í samfélaginu en láta tekjulægstu hópana taka skellinn,“ segir Auður Alfa. Fyrirtæki þurfi að gyrða sig í brók Auður Alfa segist vonast til þess að hækkanir á matvöru haldi ekki áfram og segir að það séu tækifæri til aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. „Fyrirtæki þurfa líka að gyrða sig í brók og það er ekkert eðlilegt við það að sjá þessar miklu verðhækkanir á sama tíma og þessi fyrirtæki eru að hagnast mikið,“ segir hún að lokum. Verðlag Matur Tengdar fréttir Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði þetta Þann 9. maí síðastliðin. Um er að ræða verð á sömu matvörum og kannaðar voru 29. mars í fyrra, 13 mánuðum fyrr. Á þeim tíma hefur almennt verðlag hækkað um rúm 11% og matvælaverðið því hækkað um fram það. Verð var kannað hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Kjörbúðinni, Iceland, Fjarðarkaupum, og Feimkaupum. Verð hækkaði í öllum matvöruflokkum en mjólkurvörur hækkuðu um 13,9%, ávextir og grænmeti um 25,3%, brauð kex og morgunkorn um 14,5%, dósamatur og þurrvörur um rúm 10%, kjöt, fiskur og álegg um 11,2%, drykkjarvörur um 7,2%, frosnar vörur um 10,5%, sælgæti og snakk um 17,3%, te og kaffi um 16,4%. Hreinlætisvörur hins vegar lækkuðu eilítið í verði eða um 1,7%. Verð hækkar í næstum öllum flokkum, og það hratt.Mynd/ASÍ Af 739 verðmælingum hefur verð staðið í stað eða lækkað í 144 tilfellum en hækkað í 602 tilfellum – verð hækkar fjórfalt oftar en það stendur í stað eða lækkar. Ekki voru allar vörur til í báðum verðmælingum hjá öllum verslunum og eru samanburðarmælingarnar því mis margar. Þá voru fáar vörur í sumum flokkum og því er ekki hægt að draga ályktanir um almennar verðlagshækkanir út frá þeim segir í úttektinni. „Íslenskur matvörumarkaður er auðvitað fákeppnismarkaður“ Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir ástæður þess að matvöruverð hefur hækkað umfram verðlag fjölþættar. „Heimsfaraldurinn og Úkraínustríðið hafa auðvitað haft mikil áhrif. Svo er íslenskur matvörumarkaður auðvitað fákeppnismarkaður, sem hjálpar ekki til og gerir það að verkum að verðhækkanirnar eru meiri en ella,“ segir hún. Þá segir hún sökina að einhverju leyti vera stjórnvalda. Þau hafi ekki staðið sig í því að styðja við bakið á viðkvæmustu hópum samfélagsins og hafi, ef eitthvað er, aukið álögur á matvöru. „Þau hafa staðið sig mun betur í að verja breiðustu bökin, en þau sögðu til að mynda nýverið að það kæmi ekki til greina að hækka skatta á elstu lögin í samfélaginu. Þá hefur ekki verið nein stemning fyrir hvalrekasköttum eða neinu í þá veru. Það eru auðvitað bara stjórnvöld sem þurfa að hugsa sinn gang og í raun og veru að taka algjöra U-beygju frá núverandi stefnu, sem virðist snúast um að verja þessi breiðustu bökin í samfélaginu en láta tekjulægstu hópana taka skellinn,“ segir Auður Alfa. Fyrirtæki þurfi að gyrða sig í brók Auður Alfa segist vonast til þess að hækkanir á matvöru haldi ekki áfram og segir að það séu tækifæri til aðgerða til þess að koma í veg fyrir það. „Fyrirtæki þurfa líka að gyrða sig í brók og það er ekkert eðlilegt við það að sjá þessar miklu verðhækkanir á sama tíma og þessi fyrirtæki eru að hagnast mikið,“ segir hún að lokum.
Verðlag Matur Tengdar fréttir Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. 12. maí 2023 19:19