Ríflega 1500 loftslagsmótmælendur handteknir Árni Sæberg skrifar 27. maí 2023 21:54 Lögregluþjónar beittu ýmsum brögðum til þess að stöðva mótmælin. Sem van der Wal/EPA Lögreglan í Haag í Hollandi handtók í dag 1579 aðgerðarsinna sem reyndu að teppa hraðbraut í nafni loftslagsaðgerða. Flestum þeirra var að lokum sleppt en líklegt er að fjörutíu þeirra verði sóttir til saka fyrir aðgerðir sínar í dag. Meðal mótmælenda var þekkt hollensk leikkona. Að sögn lögregluyfirvalda í Haag voru mótmælendurnir handteknir þar sem þeir neituðu að rýma hraðbrautina þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu bannað mótmælin. Hollenski miðillinn NOS greinir frá. Lögreglan segir að fjörutíu hinna handteknu séu grunaðir um að hafa hindrað starf lögreglu og framið skemmdarverk. Ekki liggi þó enn fyrir hvort þeir verði sóttir til saka fyrir athæfi sitt. Þá segir að einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa bitið lögreglumann. Talsmenn umhverfisverndarsamtakann Extinction rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hafa sagst ekkert kannast við meinta líkamsárás. Öðrum handteknum mótmælendum hafi verið sleppt úr haldi nánast samstundis, enda hafi mótmælin að mestu farið friðsamlega fram. Mótmælendur létu vatnið lítið á sig fá. Á skiltinu stendur „Hvaða steingervingur fjárfestir enn í olíu?“Sem van der Wal/EPA Mótmælendur mættu í sundfötum Lögreglan beitti meðal annars öflugum vatnsslöngum til þess að fá mótmælendur til þess að yfirgefa hraðbrautina. Lögreglan segir þó að vatnsbununum hafi verið beitt í hófi. Í frétt NOS segir að sumir mótmælenda hafi mætt vel undirbúnir til þess að takast á við vatnsgusur frá lögreglu. Tugir þeirra hafi raðað sér upp fyrir framan vatnsslöngurnar, íklæddir sundfatnaði og pollagöllum. Ein þeirra sem varð fyrir barðinu á vatnsslöngunum var þekkta hollenska leikkonan Carice van Houten, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, þar sem hún lék hina göldróttu Melisandre. Haft er eftir henni að hún hafi fengið yfir sig væna gusu áður en hún var handtekin en að lokum sleppt úr haldi. Carice van Houten er ötull loftslagsaðgerðasinni.Michel Porro/Getty Þá hefur lögreglan í Haag greint frá því að hún hafi nýtt sjúkrabörur á hjólum til þess að koma mótmælendum af hraðbrautinni „með öruggum og skilvirkum hætti“. We gebruiken een brancard op wielen om actievoerders veilig en effectief te verplaatsen. #27Mei #DenHaag pic.twitter.com/VKQlsmAVWa— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) May 27, 2023 Holland Loftslagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Að sögn lögregluyfirvalda í Haag voru mótmælendurnir handteknir þar sem þeir neituðu að rýma hraðbrautina þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu bannað mótmælin. Hollenski miðillinn NOS greinir frá. Lögreglan segir að fjörutíu hinna handteknu séu grunaðir um að hafa hindrað starf lögreglu og framið skemmdarverk. Ekki liggi þó enn fyrir hvort þeir verði sóttir til saka fyrir athæfi sitt. Þá segir að einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa bitið lögreglumann. Talsmenn umhverfisverndarsamtakann Extinction rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hafa sagst ekkert kannast við meinta líkamsárás. Öðrum handteknum mótmælendum hafi verið sleppt úr haldi nánast samstundis, enda hafi mótmælin að mestu farið friðsamlega fram. Mótmælendur létu vatnið lítið á sig fá. Á skiltinu stendur „Hvaða steingervingur fjárfestir enn í olíu?“Sem van der Wal/EPA Mótmælendur mættu í sundfötum Lögreglan beitti meðal annars öflugum vatnsslöngum til þess að fá mótmælendur til þess að yfirgefa hraðbrautina. Lögreglan segir þó að vatnsbununum hafi verið beitt í hófi. Í frétt NOS segir að sumir mótmælenda hafi mætt vel undirbúnir til þess að takast á við vatnsgusur frá lögreglu. Tugir þeirra hafi raðað sér upp fyrir framan vatnsslöngurnar, íklæddir sundfatnaði og pollagöllum. Ein þeirra sem varð fyrir barðinu á vatnsslöngunum var þekkta hollenska leikkonan Carice van Houten, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, þar sem hún lék hina göldróttu Melisandre. Haft er eftir henni að hún hafi fengið yfir sig væna gusu áður en hún var handtekin en að lokum sleppt úr haldi. Carice van Houten er ötull loftslagsaðgerðasinni.Michel Porro/Getty Þá hefur lögreglan í Haag greint frá því að hún hafi nýtt sjúkrabörur á hjólum til þess að koma mótmælendum af hraðbrautinni „með öruggum og skilvirkum hætti“. We gebruiken een brancard op wielen om actievoerders veilig en effectief te verplaatsen. #27Mei #DenHaag pic.twitter.com/VKQlsmAVWa— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) May 27, 2023
Holland Loftslagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira