Fótbolti

Ólík ör­lög Ís­lendinganna í MLS-deildinni í nótt

Aron Guðmundsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United en þar spilar hann undir stjórn Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United en þar spilar hann undir stjórn Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney Vísir/Getty

Þrír Ís­lendingar komu við sögu í banda­rísku MLS-deildinni í knatt­spyrnu í nótt, tveir þeirra voru í sigur­liði.

Guð­laugur Victor Páls­son var á sínum stað í byrjunar­liði DC United í nótt og spilaði hann allan leikinn í 2-1 tapi liðsins gegn Tor­onto. DC er sem stendur í 12. sæti MLS-deildarinnar með ní­tján stig eftir fimm­tán leiki.

Þor­leifur Úlfars­son kom inn á sem vara­maður á 70. mínútu þegar lið hans bar sigur úr býtum gegn Austin. Sigur­mark leiksins leit dagsins ljós á 87. mínútu en það skoraði Iván Franco eftir stoð­sendingu frá Daniel Steres. Hou­ston er sem stendur í 17. sæti MLS-deildarinnar með á­tján stig eftir þrettán leiki.

Þá kom Róbert Orri Þor­kels­son lítið við sögu er Mon­t­réal vann 1-0 sigur á Inter Miami. Róbert kom inn á sem vara­maður undir lok venju­legs leik­tíma. Mon­t­réal er sem stendur í fimm­tánda sæti deildarinnar með á­tján sitg eftir fjór­tán leiki.

Dagur Dan Þór­halls­son var ó­notaður vara­maður er lið hans Or­lando City gerði 1-1 jafn­tefli við At­lanta United. Or­landi er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar með tuttugu stig eftir fjór­tán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×