„Ákveðið svar frá mér varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 12:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Frederica EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handboltaliðs Frederica, er á frábærum stað og líður afskaplega vel í Danmörku, hann finnur enn fyrir þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir ólympíugullið árið 2016 og segir góðan árangur Fredericia á yfirstandandi tímabili vera ákveðið svar frá sér. Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi. Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi.
Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða