Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. maí 2023 10:20 Mótmælendur mótmæla nýjustu löggjöf Úganda sem skerðir réttindi hinsegin fólks verulega í landinu. Getty/Anna Moneymaker Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu. Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu.
Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira