Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 12:19 Svafar segir það mikið högg fyrir ferðaþjónustuna í Grímsey að Sæfari skuli hafa ílengst í slipp. Aðsend Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar. Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar.
Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira