„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2023 21:16 Rúnar Kárason sækir að marki Hauka í leiknum í kvöld, fyrir framan stappfullt hús af fólki. Hann segir Eyjamenn þurfa að finna betra sjálfstraust fyrir miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“ Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira