„Lögðum upp með að halda hreinu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2023 22:30 Sigurður Ragnar var sáttur með stigið gegn Blikum. Vísir/Diego Keflavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Bestu-deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Liðið hefur nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og tekist að klífa upp úr botnsæti deildarinnar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira