Hlynnt því að framlengja tollfrelsi úkraínskra vara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 19:01 Katrín segir undanþáguákvæðið táknrænan stuðning við Úkraínu. GETTY IMAGES/SERGII KHARCHENKO Forsætisráðherra telur það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. Efasemdir eru þó uppi um ágæti innflutningsins. Bráðabirgðaákvæði sem heimilar innflutninginn rennur út á morgun. Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.
Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira