Hlynnt því að framlengja tollfrelsi úkraínskra vara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 19:01 Katrín segir undanþáguákvæðið táknrænan stuðning við Úkraínu. GETTY IMAGES/SERGII KHARCHENKO Forsætisráðherra telur það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. Efasemdir eru þó uppi um ágæti innflutningsins. Bráðabirgðaákvæði sem heimilar innflutninginn rennur út á morgun. Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.
Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira