Seldi fyrstu nektarmyndina sína til The Weeknd Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júní 2023 07:01 Elli Egilsson er búsettur í Las Vegas en var með sýninguna SAMMÁLA ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, í Gallery Port. Vísir/Vilhelm Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: „Ég elska viðbein, rifbein, axlir og hálsinn. Mér finnst rosa gaman að vinna með skugga í þessu,“ segir Elli Egilsson um kvenlíkama verk sín. Hangir í 70 milljón dollara glæsihýsi „Fyrsta málverkið sem ég seldi í þeirri seríu var þegar The Weeknd keypti af mér verk. Við erum búnir að vera félagar í mörg ár, alveg áður en hann varð svona svakalega stór. Við erum einn stór vinahópur.“ Verkið frá Ella hangir inni á skrifstofu heima hjá Weeknd, í 70 milljón dollara glæsihýsi hans í Beverly Hills. The Weeknd er að gefa út nýja sjónvarpsseríu sem ber heitið The Idol og er verkið hans Ella sýnilegt í seríunni og var þeim innblástur. Aðspurður hvort nektin hafi einhvern tíma verið óþægilegt viðfangsefni fyrir honum svarar Elli: „Nei en ég fór ágætlega mjúklega inn í þetta. Eins og þegar ég var að sýna þetta, ég þurfti að fá sjónarhorn og álit frá Maríu eiginkonu minni hvort þetta væri sexual fyrir henni. Á sama tíma veit hún allt ferlið mitt og afhverju ég var að gera þetta. Fyrir mér er þetta 100% bara fegurð.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Fríða Nipple Hann segist ekki mála karlmenn þar sem karlmannslíkaminn heillar hann ekki á sama hátt. „Mig langaði bara að tjá það sem mér finnst fallegt. Mér finnst landslag fallegt, mér finnst árfarvegir fallegir, mér finnst snjór fallegur, mér finnst brjóst falleg, mér finnst axlir fallegar. Ég sé engan mun þarna á milli. Ég er alin upp við að fara í Vesturbæjarlaugina með ömmu og mömmu og þær voru berbrjósta. Og það ætti að vera svoleiðis í dag. Ég skýrði eitt verkið mitt Fríða Nipple, því mér finnst þetta svo absúrd dæmi að kvenmenn þurfi að hylja sig að ofan til að fara í sundlaug. Mér finnst þetta crazy.“ Hægt er að horfa á fleiri þætti af Kúnst hér. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Hollywood Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hér má sjá þáttinn í heild sinni: „Ég elska viðbein, rifbein, axlir og hálsinn. Mér finnst rosa gaman að vinna með skugga í þessu,“ segir Elli Egilsson um kvenlíkama verk sín. Hangir í 70 milljón dollara glæsihýsi „Fyrsta málverkið sem ég seldi í þeirri seríu var þegar The Weeknd keypti af mér verk. Við erum búnir að vera félagar í mörg ár, alveg áður en hann varð svona svakalega stór. Við erum einn stór vinahópur.“ Verkið frá Ella hangir inni á skrifstofu heima hjá Weeknd, í 70 milljón dollara glæsihýsi hans í Beverly Hills. The Weeknd er að gefa út nýja sjónvarpsseríu sem ber heitið The Idol og er verkið hans Ella sýnilegt í seríunni og var þeim innblástur. Aðspurður hvort nektin hafi einhvern tíma verið óþægilegt viðfangsefni fyrir honum svarar Elli: „Nei en ég fór ágætlega mjúklega inn í þetta. Eins og þegar ég var að sýna þetta, ég þurfti að fá sjónarhorn og álit frá Maríu eiginkonu minni hvort þetta væri sexual fyrir henni. Á sama tíma veit hún allt ferlið mitt og afhverju ég var að gera þetta. Fyrir mér er þetta 100% bara fegurð.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Fríða Nipple Hann segist ekki mála karlmenn þar sem karlmannslíkaminn heillar hann ekki á sama hátt. „Mig langaði bara að tjá það sem mér finnst fallegt. Mér finnst landslag fallegt, mér finnst árfarvegir fallegir, mér finnst snjór fallegur, mér finnst brjóst falleg, mér finnst axlir fallegar. Ég sé engan mun þarna á milli. Ég er alin upp við að fara í Vesturbæjarlaugina með ömmu og mömmu og þær voru berbrjósta. Og það ætti að vera svoleiðis í dag. Ég skýrði eitt verkið mitt Fríða Nipple, því mér finnst þetta svo absúrd dæmi að kvenmenn þurfi að hylja sig að ofan til að fara í sundlaug. Mér finnst þetta crazy.“ Hægt er að horfa á fleiri þætti af Kúnst hér. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Hollywood Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira