Blása til almennilegrar veislu í tilefni af sjö ára afmælinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júní 2023 10:00 Árni Már Erlingsson, meðeigandi Gallery Ports, ræddi við blaðamann um sjö ára afmælisveislu þeirra sem verður um helgina. Vísir/Vilhelm Mér finnst gróska og kraftur tvímælalaust einkenna íslensku listsenuna í dag, segir Árni Már Erlingsson, listamaður og meðeigandi Gallery Ports á Laugavegi. Á laugardaginn opnar Portið samsýninguna KOLLEGAR þar sem hátt í 40 listamenn koma saman og fagna sjö ára afmæli Gallery Ports. „Þetta eru í raun vinir og vandamenn Portsins allir saman komnir, sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár. Eins fannst okkur skemmtilegt að hafa alla með sem tóku þátt í fyrstu sýningu Gallery Ports, Port nr. 1, sem opnaði 26. mars 2016,“ segir Árni. Kepptust við tímann „Gallery Port hóf starfsemi sína í litlu bakhúsi á Laugavegi 23b árið 2016 og var inngangurinn inn um dimmt og þröngt port og galleríið nefnt eftir því. Stofnendur þess voru Árni Már Erlingsson, Skarphéðinn Bergþóruson og Þorvaldur Jónsson. Það var ekki tjaldað til langs tíma í upphafi, til stóð að rífa húsið hvað á hverju, og hugmyndin sú að halda eins margar sýningar og listviðburði og tíminn leyfði. Sjö árum síðar og einum flutningi upp á Laugaveg 32 stendur Gallery Port enn keikt. Það hafa hundruðir listamanna sýnt verk sín á hinum fjölbreyttustu sýningum, fólk á öllum aldri og hvaðanæva að hefur tekið þátt,“ segir í fréttatilkynningu. Árni Már var viðmælandi í seríunni Kúnst í fyrra. Hér má sjá viðtalið við hann: Hátt í 40 listamenn Hér má sjá lista yfir þá listamenn sem taka þátt: Arna Óttarsdóttir - Árni Már Erlingsson - Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir - Ásgeir Skúlason - Auður Lóa Guðnadóttir - Auður Ómarsdóttir - Baldur Helgason - Carissa Baktay - Comfortable Universe - Dóra Hrund Gísladóttir - Fia Yang - Flétta - Geoffrey Þór Huntingdon-Willliams - Guðmundur Thoroddsen - Gjörningaklúbburinn - Halldór Sturluson - Hanna Dís Whitehead - Helga Páley - Hjördís Eyþórsdóttir - Joe Keys - Julie Sjöfn Gasiglia - Korkimon - Krot og Krass - Loji Höskuldsson - Narfi Þorsteinsson - Natka Klimowicz - Patty Spyrakos - Sigurður Atli Sigurðsson - Sigtryggur Berg Sigmarsson - Skarphéðinn Bergþóruson - Sóley Lee Tómasdóttir - Steingrímur Gauti - Sunna Svavarsdóttir - Svavar Pétur Eysteinsson - Unnar Ari - Þorvaldur Jónsson - Þrándur Þórarinsson - Þórsteinn Svanhildarson. Afmælisveislan sjálf hefst með opnun sýningarinnar KOLLEGAR þann 3. júní, næstkomandi laugardag, og stendur á milli klukkan 15:00 og 18:00. Sýningin er opin til 29. júní næstkomandi. Myndlist Menning Samkvæmislífið Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru í raun vinir og vandamenn Portsins allir saman komnir, sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár. Eins fannst okkur skemmtilegt að hafa alla með sem tóku þátt í fyrstu sýningu Gallery Ports, Port nr. 1, sem opnaði 26. mars 2016,“ segir Árni. Kepptust við tímann „Gallery Port hóf starfsemi sína í litlu bakhúsi á Laugavegi 23b árið 2016 og var inngangurinn inn um dimmt og þröngt port og galleríið nefnt eftir því. Stofnendur þess voru Árni Már Erlingsson, Skarphéðinn Bergþóruson og Þorvaldur Jónsson. Það var ekki tjaldað til langs tíma í upphafi, til stóð að rífa húsið hvað á hverju, og hugmyndin sú að halda eins margar sýningar og listviðburði og tíminn leyfði. Sjö árum síðar og einum flutningi upp á Laugaveg 32 stendur Gallery Port enn keikt. Það hafa hundruðir listamanna sýnt verk sín á hinum fjölbreyttustu sýningum, fólk á öllum aldri og hvaðanæva að hefur tekið þátt,“ segir í fréttatilkynningu. Árni Már var viðmælandi í seríunni Kúnst í fyrra. Hér má sjá viðtalið við hann: Hátt í 40 listamenn Hér má sjá lista yfir þá listamenn sem taka þátt: Arna Óttarsdóttir - Árni Már Erlingsson - Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir - Ásgeir Skúlason - Auður Lóa Guðnadóttir - Auður Ómarsdóttir - Baldur Helgason - Carissa Baktay - Comfortable Universe - Dóra Hrund Gísladóttir - Fia Yang - Flétta - Geoffrey Þór Huntingdon-Willliams - Guðmundur Thoroddsen - Gjörningaklúbburinn - Halldór Sturluson - Hanna Dís Whitehead - Helga Páley - Hjördís Eyþórsdóttir - Joe Keys - Julie Sjöfn Gasiglia - Korkimon - Krot og Krass - Loji Höskuldsson - Narfi Þorsteinsson - Natka Klimowicz - Patty Spyrakos - Sigurður Atli Sigurðsson - Sigtryggur Berg Sigmarsson - Skarphéðinn Bergþóruson - Sóley Lee Tómasdóttir - Steingrímur Gauti - Sunna Svavarsdóttir - Svavar Pétur Eysteinsson - Unnar Ari - Þorvaldur Jónsson - Þrándur Þórarinsson - Þórsteinn Svanhildarson. Afmælisveislan sjálf hefst með opnun sýningarinnar KOLLEGAR þann 3. júní, næstkomandi laugardag, og stendur á milli klukkan 15:00 og 18:00. Sýningin er opin til 29. júní næstkomandi.
Myndlist Menning Samkvæmislífið Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira