Síðasta frétt Gaupa: Með Birki Má á heimavelli í Eskihlíðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 07:32 Guðjón Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson í Eskihlíðinni. stöð 2 Í síðustu frétt sinni fyrir Stöð 2 ræddi Guðjón Guðmundsson, Gaupi, við Valsmanninn Birki Már Sævarsson á heimavelli þeirra beggja í Eskihlíðinni. Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan. Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan.
Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira