Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2023 08:01 Ef marka má fréttir kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Vísir/Hulda Margrét Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. Andrés lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar og var úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá féllst Landsréttur jafnframt á þá kröfu ákæruvaldsins að Andrés skyldi vera áfram í farbanni þar til afplánun hæfist. Líkt og fram kom í frétt Vísis í janúar síðastliðnum fór Andrés hins vegar af landi brott í desember á seinasta ári. Hann mætti í útvarpsviðtal hjá Deporte sin Tabujos þann 18.janúar og fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu unnu fréttir upp úr viðtalinu. Í viðtalinu sagði Andrés að hann hefði komið „heim“ til Cali fyrir einum og hálfum mánuði og að málaferlin gegn honum á Íslandi væru enn opin. Þá lét hann hafa það eftir sér að náðst hefði samkomulag við íslensk yfirvöld „af mannúðarástæðum“, fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagði Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Andrés var spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans væru og svo virtist sem að yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi væri ekki ofarlega í huga hans. „Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Segist bíða svara Ef marka má fréttir fjölmargra kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Í viðtali við Deporte en Común nú á dögunum segist hann hafa stundað æfingar eins síns liðs undanfarna mánuði. Segist hann ólmur vilja spila með Deportivo Cali. Kveðst hann gert forseta liðsins tilboð um að spila frítt með liðinu á undirbúningstímabilinu, og bíði nú svara. „Ég hef látið hann vita að ég sé alltaf til taks,“ segir Andrés í viðtalinu. Tekur hann fram að þar sem hann beri mikla væntumþykju til síns gamla liðs þá sé hann reiðubúinn að bjóða fram krafta sína endurgjaldslaust. Hann myndi ekki bjóða neinu öðru liði slíkt. Hann bætir við á öðrum stað: „ Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en ég veit að ég er frábær knattspyrnumaður og ég get orðið liðinu að gagni.“ [...] „Ég vona að þetta muni ganga eftir, mig langar virkilega að snúa aftur á völlinn.“ Þess ber að geta að undanfarnar vikur og mánuði hefur Andrés verið virkur á Instgram og hefur reglulega birt myndir frá lífi sínu í Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by Manga escobar (@mangaescobar11) Á dögunum birti Darío Lezcano, leikmaður Colo Colo og vinur Andrésar færslu á Instagram þar sem sjá má þá félaga í grillveislu ásamt fleiri þarlendum knattspyrnumönnum. Fram kemur í frétt kólumbíska miðilsins La Hora að færslan hafi vakið hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Colo Colo í ljósi þess að Escobar hafi hlotið dóm fyrir nauðgun á Íslandi. Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00 Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Andrés lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar og var úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá féllst Landsréttur jafnframt á þá kröfu ákæruvaldsins að Andrés skyldi vera áfram í farbanni þar til afplánun hæfist. Líkt og fram kom í frétt Vísis í janúar síðastliðnum fór Andrés hins vegar af landi brott í desember á seinasta ári. Hann mætti í útvarpsviðtal hjá Deporte sin Tabujos þann 18.janúar og fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu unnu fréttir upp úr viðtalinu. Í viðtalinu sagði Andrés að hann hefði komið „heim“ til Cali fyrir einum og hálfum mánuði og að málaferlin gegn honum á Íslandi væru enn opin. Þá lét hann hafa það eftir sér að náðst hefði samkomulag við íslensk yfirvöld „af mannúðarástæðum“, fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagði Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Andrés var spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans væru og svo virtist sem að yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi væri ekki ofarlega í huga hans. „Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Segist bíða svara Ef marka má fréttir fjölmargra kólumbískra miðla undanfarna daga virðist Andrés ekki vera á leiðinni frá Kólumbíu í bráð. Í viðtali við Deporte en Común nú á dögunum segist hann hafa stundað æfingar eins síns liðs undanfarna mánuði. Segist hann ólmur vilja spila með Deportivo Cali. Kveðst hann gert forseta liðsins tilboð um að spila frítt með liðinu á undirbúningstímabilinu, og bíði nú svara. „Ég hef látið hann vita að ég sé alltaf til taks,“ segir Andrés í viðtalinu. Tekur hann fram að þar sem hann beri mikla væntumþykju til síns gamla liðs þá sé hann reiðubúinn að bjóða fram krafta sína endurgjaldslaust. Hann myndi ekki bjóða neinu öðru liði slíkt. Hann bætir við á öðrum stað: „ Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en ég veit að ég er frábær knattspyrnumaður og ég get orðið liðinu að gagni.“ [...] „Ég vona að þetta muni ganga eftir, mig langar virkilega að snúa aftur á völlinn.“ Þess ber að geta að undanfarnar vikur og mánuði hefur Andrés verið virkur á Instgram og hefur reglulega birt myndir frá lífi sínu í Kólumbíu. View this post on Instagram A post shared by Manga escobar (@mangaescobar11) Á dögunum birti Darío Lezcano, leikmaður Colo Colo og vinur Andrésar færslu á Instagram þar sem sjá má þá félaga í grillveislu ásamt fleiri þarlendum knattspyrnumönnum. Fram kemur í frétt kólumbíska miðilsins La Hora að færslan hafi vakið hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Colo Colo í ljósi þess að Escobar hafi hlotið dóm fyrir nauðgun á Íslandi.
Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00 Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. 22. janúar 2023 07:00
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52
Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29
Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. 4. mars 2022 08:07