„Þetta er eiginlega bara endalaus gleði“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2023 21:01 Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi. Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára. Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára.
Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira