„Þetta er eiginlega bara endalaus gleði“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2023 21:01 Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi. Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára. Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vitatorgsbandið, sem hefur í 20 ár leikið fyrir dansi og söng, var í dag heiðrað af velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir óeigingjarnt starf sitt. Hljómsveitina skipa eldri borgarar og aðdáendur dansa dátt við tónlistina. „Það var Sigríður Norðkvist sem upphaflega stofnaði þessa hljómsveit. Ég held hún hafi verið ein fyrst en síðan fór að hlaðast utan um hana,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir í Vitatorgsbandinu. Skora á aðra að gefa af sér Í dag eru hljómsveitarmeðlimir átta talsins og spila líkt og fyrr segir alla miðvikudaga í Samfélagshúsinu á Vitatorgi og þiggja ekki krónu fyrir. „Við leggjum þetta til samfélagsins og skorum á aðra að gera slíkt hið sama.“ Hún segir bandið aðallega spila gömlu góðu dægurlögin, en síðasta miðvikudag hvers mánaðar er sungið. Ekkert rapp hjá bandinu Þið eruð ekkert í rappinu? „Nei, mér finnst allt í lagi með rappið, ég kann nú bara vel við það en ég held að ég fari nú ekki að rappa.“ Elsti hljómsveitarmeðlimurinn er 92 ára og leikur létt á trommuna. „Það er mjög gaman, gott fólk. Gott að vera hérna,“ segir Sigurður Guðmundsson 92 ára, inntur eftir því hvernig það sé að vera meðlimur svo flottrar hljómsveitar. Endalaus gleði Er gefandi að vera í svona hljómsveit? „Það gefur manni bara kraft og gleði, þetta er eiginlega bara endalaus gleði,“ segir Guðrún. „Þetta er bara lífð og tilveran. Og bara félagsskapurinn, að vera innan um fólk. Ég hef alltaf verið svona félagslyndur,“ segir Óskar Björnsson, 75 ára.
Eldri borgarar Dans Tónlist Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira