Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2023 21:03 Reiknað er með mjög mikilli þátttöku á Prjónagleðinni 2023 á Blönduósi 9. til 13. júní. Aðsend Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni. Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira