Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júní 2023 09:12 Það var mikið um að vera á Hollywood í gamla daga. Hér er sigurvegari í Ungfrú Hollywood árið 1980. Björn G. Sigurðsson „Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978. Þeir sem stunduðu skemmtanalífið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eiga margir hverjir góðar minningar úr „Hollý“. Staðurinn sérhæfði sig í diskótónlist, tískusýningum og almennum glamúr og fullt var út úr dyrum frá fyrsta degi. Áður en Hollywood opnaði var þar staður sem hét Sesar, en Ólafur Laufdal tók við rekstri hans, breytti staðnum og nafninu og rak hann með konu sinni Kristínu Ketilsdóttur. Staðurinn var opinn alla daga vikunnar, nema á miðvikudögum því á þeim degi var bannað að selja og veita áfengi á Íslandi. Um helgar voru böllin, og staðurinn var stútfullur. Skemmtikraftar á borð við Ladda og Baldur Brjánsson tróðu upp, samtökin Módel ’79 stóðu fyrir tískusýningum á fimmtudögum og sunnudögum og þá má ekki gleyma keppninni um Ungfrú Hollywood, þar sem sigurvegarinn fékk bíl í verðlaun, eða ferð til Hollywood í Ameríku. Valþór Ólason, maðurinn á bak við Facebook síðuna Hollywood minningar, rifjar tímann upp í samtali við Vísi. „Ég man þetta eins og þetta hafi verið í gær. Partýið byrjaði strax í röðinni fyrir utan, það var trixið hjá Óla,“ segir hann. Menn létu það ekki á sig fá að bíða úti í vetrarfrostinu. Andrúmloftið inni á staðnum var ólíkt því sem áður hafði þekkst hér á landi en Hollywood var fyrsti staðurinn til að vera með ljósadansgólf og myndbandstæki og á veggnum voru sjónvörp sem sýndu tónlistarmyndbönd. Allt var þetta í anda heitustu diskóklúbbanna úti í heimi, á borð við Stúdíó 54 í New York. „Ljósagólfið stendur alveg upp úr, það var alltaf gaman að sprikla á því. Þetta var allt kóperað beint frá Bandaríkjunum.“ Vinskapur og gleði Plötusnúðar á borð við Leópold Sveinsson, Vilhjálm Ástráðsson, Ásgeir Tómasson og Gísla Svein Loftsson þeyttu skífum í diskóbúrinu og fólk sendi hvort öðru ástar- og afmæliskveðjur yfir dansgólfið. „Það var alltaf verið að rétta miða yfir gluggann og ég man eftir því þegar ég var að spila að í lok kvöldsins var oft bunki af miðum eftir í búrinu. Kveðjur sem var hvíslað yfir dansgólfið í vangalögunum," segir Valþór. Árið 1987 seldi Ólafur Laufdal reksturinn og breytti staðnum í veitingahúsið Broadway. Á facebooksíðunni Hollywood minningar, sem Valþór setti á laggirnar árið 2008, má finna fjölmargar myndir og blaðaúrklippur frá „gullárum" Hollywood. Þegar Valþór er spurður að því hvað standi mest upp úr á þessum tíma þá stendur ekki á svarinu. „Kærleikurinn. Vinskapurinn og gleðin. Þetta snerist ekki um fyllerí, fólk var ekki að drekka til að vera ofurölvi, heldur til að vera hresst og skemmta sér. Þetta var æðislegur tími.“ Meðfylgjandi myndir voru teknar af Birni G. Sigurðssyni sem var tíður gestur í Hollywood á sínum tíma. Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Haukur Morthens tekur lagið.Björn G. Sigurðsson Þorgrímur Þráinsson í góðum gír.Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Reykjavík Næturlíf Einu sinni var... Tengdar fréttir Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. 28. maí 2023 10:02 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Þeir sem stunduðu skemmtanalífið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eiga margir hverjir góðar minningar úr „Hollý“. Staðurinn sérhæfði sig í diskótónlist, tískusýningum og almennum glamúr og fullt var út úr dyrum frá fyrsta degi. Áður en Hollywood opnaði var þar staður sem hét Sesar, en Ólafur Laufdal tók við rekstri hans, breytti staðnum og nafninu og rak hann með konu sinni Kristínu Ketilsdóttur. Staðurinn var opinn alla daga vikunnar, nema á miðvikudögum því á þeim degi var bannað að selja og veita áfengi á Íslandi. Um helgar voru böllin, og staðurinn var stútfullur. Skemmtikraftar á borð við Ladda og Baldur Brjánsson tróðu upp, samtökin Módel ’79 stóðu fyrir tískusýningum á fimmtudögum og sunnudögum og þá má ekki gleyma keppninni um Ungfrú Hollywood, þar sem sigurvegarinn fékk bíl í verðlaun, eða ferð til Hollywood í Ameríku. Valþór Ólason, maðurinn á bak við Facebook síðuna Hollywood minningar, rifjar tímann upp í samtali við Vísi. „Ég man þetta eins og þetta hafi verið í gær. Partýið byrjaði strax í röðinni fyrir utan, það var trixið hjá Óla,“ segir hann. Menn létu það ekki á sig fá að bíða úti í vetrarfrostinu. Andrúmloftið inni á staðnum var ólíkt því sem áður hafði þekkst hér á landi en Hollywood var fyrsti staðurinn til að vera með ljósadansgólf og myndbandstæki og á veggnum voru sjónvörp sem sýndu tónlistarmyndbönd. Allt var þetta í anda heitustu diskóklúbbanna úti í heimi, á borð við Stúdíó 54 í New York. „Ljósagólfið stendur alveg upp úr, það var alltaf gaman að sprikla á því. Þetta var allt kóperað beint frá Bandaríkjunum.“ Vinskapur og gleði Plötusnúðar á borð við Leópold Sveinsson, Vilhjálm Ástráðsson, Ásgeir Tómasson og Gísla Svein Loftsson þeyttu skífum í diskóbúrinu og fólk sendi hvort öðru ástar- og afmæliskveðjur yfir dansgólfið. „Það var alltaf verið að rétta miða yfir gluggann og ég man eftir því þegar ég var að spila að í lok kvöldsins var oft bunki af miðum eftir í búrinu. Kveðjur sem var hvíslað yfir dansgólfið í vangalögunum," segir Valþór. Árið 1987 seldi Ólafur Laufdal reksturinn og breytti staðnum í veitingahúsið Broadway. Á facebooksíðunni Hollywood minningar, sem Valþór setti á laggirnar árið 2008, má finna fjölmargar myndir og blaðaúrklippur frá „gullárum" Hollywood. Þegar Valþór er spurður að því hvað standi mest upp úr á þessum tíma þá stendur ekki á svarinu. „Kærleikurinn. Vinskapurinn og gleðin. Þetta snerist ekki um fyllerí, fólk var ekki að drekka til að vera ofurölvi, heldur til að vera hresst og skemmta sér. Þetta var æðislegur tími.“ Meðfylgjandi myndir voru teknar af Birni G. Sigurðssyni sem var tíður gestur í Hollywood á sínum tíma. Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Haukur Morthens tekur lagið.Björn G. Sigurðsson Þorgrímur Þráinsson í góðum gír.Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson Björn G. Sigurðsson
Reykjavík Næturlíf Einu sinni var... Tengdar fréttir Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. 28. maí 2023 10:02 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. 28. maí 2023 10:02
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01