„Mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir í undanúrslitunum gegn Arsenal þar sem Wolfsburg hafði að lokum betur eftir mikla spennu. Þjálfari Arsenal hrósaði henni í vikunni. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir leikur á morgun úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, með Wolfsburg gegn Barcelona. Þar gæti hún nýtt ógnarhraða sinn sem heillað hefur meðal annars þjálfara Arsenal. Sveindís kom til Eindhoven í Hollandi í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram á morgun klukkan 14, fyrir framan troðfullan leikvang á fjölmennasta leik í sögu knattspyrnu kvenna í Hollandi. Þeir 34.100 miðar sem voru í boði á leikinn eru löngu uppseldir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauen (@vfl.wolfsburg.frauen) Miðað við frammistöðu Sveindísar að undanförnu, til að mynda gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og gegn Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins, má fastlega gera ráð fyrir því að hún verði í byrjunarliði Wolfsburg á morgun. Hún lagði upp eitt mark og skoraði annað gegn Arsenal, og hlaut hrós í grein sem Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, skrifaði í vikunni fyrir The Guardian. Þar sagði hann einna forvitnilegast að fylgjast með því í úrslitaleiknum hvernig Barcelona ætlaði að eiga við Sveindísi, sem væri einn besti skyndisóknarmaður heims. „Vonandi kemur það á móti Barcelona“ „Mér finnst bara mjög gaman að heyra það. Hann er frábær þjálfari og það er mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi sem birtast mun í nokkrum hlutum í dag og á morgun. En verða skyndisóknirnar, með Sveindísi í broddi fylkingar, vopnið sem Wolfsburg notar til að vinna Barcelona? „Ég hef hraða og ég held að það sé mjög mikið að hjálpa í skyndisóknum. Ég bíð oftast frammi í varnarhornum, en ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er léleg að verjast hornum eða af því að ég er góð í skyndisóknum,“ segir Sveindís hlæjandi. „En mér finnst geggjað að geta notað það sem ég hef að gefa liðinu, þó ég hafi ekki skorað mikið af mörkum sjálf úr skyndisóknum. Vonandi kemur það á móti Barcelona. Það er alla vega geggjað að heyra þetta hrós.“ Klippa: Sveindís um hrós þjálfara Arsenal Sveindís hefur eins og fyrr segir verið mjög áberandi í stórleikjum nú í vor, og hjálpað Wolfsburg að verða þýskur bikarmeistari og komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þó hefur hún ekki spilað eins mikið og hún vildi á allri leiktíðinni en eins og sjá má af þessari syrpu með mörkum Wolfsburg úr Meistaradeildinni þá hefur hún lagt sín lóð á vogarskálarnar. Spilar stóru leikina en vill spila meira „Mér finnst ég búin að vera að spila stóru leikina en samt er ég ekki búin að spila eins mikið og ég hefði viljað. Ég hef ekkert verið að byrja alla leiki en þó komið inn á í flestum. En núna undir lok tímabilsins hef ég verið að spila mikið meira en í byrjun, svo þetta er góður uppgangur. Mér finnst geggjað að fá þessi tækifæri, hef byrjað síðustu leiki og fæ þá vonandi starta úrslitaleikinn. Þá myndi ég segja að ég hafi klárað tímabilið mjög vel,“ segir Sveindís og bætir við: „Ég átti alla vega mjög góðan leik gegn Bayern í bikarnum [Innsk.: skoraði tvö mörk í 5-0 sigri] og eftir þann leik hef ég fengið að spila mikið meira. Það er bara geggjað. Í þessu liði sem ég er í þá þarftu að standa þig vel í leikjum til að fá mínúturnar. Það er ekkert gefið hérna. Við erum með ótrúlega góða sóknarmenn og það er eiginlega galið hvað við erum með mikið af geggjuðum leikmönnum í hópnum. Auðvitað vill maður spila allar mínútur en ég er mjög sátt með það sem ég hef sýnt í þeim leikjum sem ég hef spilað.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Sjá meira
Sveindís kom til Eindhoven í Hollandi í gær en þar fer úrslitaleikurinn fram á morgun klukkan 14, fyrir framan troðfullan leikvang á fjölmennasta leik í sögu knattspyrnu kvenna í Hollandi. Þeir 34.100 miðar sem voru í boði á leikinn eru löngu uppseldir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauen (@vfl.wolfsburg.frauen) Miðað við frammistöðu Sveindísar að undanförnu, til að mynda gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og gegn Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins, má fastlega gera ráð fyrir því að hún verði í byrjunarliði Wolfsburg á morgun. Hún lagði upp eitt mark og skoraði annað gegn Arsenal, og hlaut hrós í grein sem Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, skrifaði í vikunni fyrir The Guardian. Þar sagði hann einna forvitnilegast að fylgjast með því í úrslitaleiknum hvernig Barcelona ætlaði að eiga við Sveindísi, sem væri einn besti skyndisóknarmaður heims. „Vonandi kemur það á móti Barcelona“ „Mér finnst bara mjög gaman að heyra það. Hann er frábær þjálfari og það er mjög gaman að hann hafi þessa skoðun á mér,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi sem birtast mun í nokkrum hlutum í dag og á morgun. En verða skyndisóknirnar, með Sveindísi í broddi fylkingar, vopnið sem Wolfsburg notar til að vinna Barcelona? „Ég hef hraða og ég held að það sé mjög mikið að hjálpa í skyndisóknum. Ég bíð oftast frammi í varnarhornum, en ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er léleg að verjast hornum eða af því að ég er góð í skyndisóknum,“ segir Sveindís hlæjandi. „En mér finnst geggjað að geta notað það sem ég hef að gefa liðinu, þó ég hafi ekki skorað mikið af mörkum sjálf úr skyndisóknum. Vonandi kemur það á móti Barcelona. Það er alla vega geggjað að heyra þetta hrós.“ Klippa: Sveindís um hrós þjálfara Arsenal Sveindís hefur eins og fyrr segir verið mjög áberandi í stórleikjum nú í vor, og hjálpað Wolfsburg að verða þýskur bikarmeistari og komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þó hefur hún ekki spilað eins mikið og hún vildi á allri leiktíðinni en eins og sjá má af þessari syrpu með mörkum Wolfsburg úr Meistaradeildinni þá hefur hún lagt sín lóð á vogarskálarnar. Spilar stóru leikina en vill spila meira „Mér finnst ég búin að vera að spila stóru leikina en samt er ég ekki búin að spila eins mikið og ég hefði viljað. Ég hef ekkert verið að byrja alla leiki en þó komið inn á í flestum. En núna undir lok tímabilsins hef ég verið að spila mikið meira en í byrjun, svo þetta er góður uppgangur. Mér finnst geggjað að fá þessi tækifæri, hef byrjað síðustu leiki og fæ þá vonandi starta úrslitaleikinn. Þá myndi ég segja að ég hafi klárað tímabilið mjög vel,“ segir Sveindís og bætir við: „Ég átti alla vega mjög góðan leik gegn Bayern í bikarnum [Innsk.: skoraði tvö mörk í 5-0 sigri] og eftir þann leik hef ég fengið að spila mikið meira. Það er bara geggjað. Í þessu liði sem ég er í þá þarftu að standa þig vel í leikjum til að fá mínúturnar. Það er ekkert gefið hérna. Við erum með ótrúlega góða sóknarmenn og það er eiginlega galið hvað við erum með mikið af geggjuðum leikmönnum í hópnum. Auðvitað vill maður spila allar mínútur en ég er mjög sátt með það sem ég hef sýnt í þeim leikjum sem ég hef spilað.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn