Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2023 18:27 Foreldrar barna á leikskólum í Kópavogi hafa sýnt starfsmönnum BSRB í bænum stuðning og krafist þess að bærinn gangi að kröfum verkfallsfólks. Stöð 2/Einar Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna, með einum fulltrúa hvor með sér, komu þriðja daginn í röð til fundar hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun. Verkfallsaðgerðir starfsmanna BSRB eru stigmagnandi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að allsherjarverkfall á mánudag muni ná til starfsmanna hjá 29 sveitarfélögum hafi samningar ekki náðst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir félagsfólk ekki sætta sig við að fá ekki sams konar hækkanir og samstarfsfólk í öðrum verkalýðsfélögum fékk í janúar.Vísir/Vilhelm „Þetta eru í kring um tvö þúsund og fimm hundruð félagar sem leggja niður störf. Þetta er þá í leikskólum, ótímabundið í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Þetta er líka á bæjarskrifstofunum, áhaldahúsum. Þetta eru almenningssamgöngur á Akureyri og vinnuskólar,“ segir Sonja Ýr. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga segir helst tekist á um kröfu BSRB um að þeirra félagar fengju sömu hækkun og starfsfólk á almennum vinnumarkaði fékk í janúar. Samningstími BSRB væri hins vegar annar og hafi náð út marsmánuð á þessu ári en samningar Starfsgreinasambandsins runnið út í september á síðasta ári. Þetta væri erfiðasta krafan. „Enda um samning að ræða sem er að fullu efndur og var samið um til loka mars. Þannig að það er mjög þung krafa.“ Myndir þú kannski segja að það væri þyngsta krafan í þessu? „Já, ég hugsa það,“ segir Inga Rún. Sonja Ýr segir að þá verði einfaldlega að horfa til framtíðar. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt að vera inni á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim, í nákvæmlega sama starfi, fékk launahækkun í janúar. En þau eiga bara að fá hana í apríl. Það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inni á vinnustöðunum.“ Þannig að það verði þá að meta það í hækkuninni sem kemur í apríl að ykkar mati afturvirkt? „Það er bara mjög einfalt að leysa það til framtíðar til dæmis með eingreiðslu eða einhverjum öðrum hætti,“ segir Sonja Ýr. Báðir samningsaðilar segjast vilja forða því að magna deiluna með allsherjarverkfalli á mánudag. Inga Rún segir sveitarfélögin bjóða BSRB algerlega sambærilega samninga og aðrir hefðu fengið. Raunar betri samninga en BSRB hefði samiðum um við Reykjavíkurborg og ríkið. „Það er náttúrlega mjög gott samtal í gangi en þetta hreyfist lítið. Við erum búin að leggja fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn áborðið; tillögum að lausn. En það kemur lítið ámóti,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir. Forystufólk samninganefndanna fundaði klukkustundum saman hjá sáttasemjara á miðvikudag, fimmtudag og frá klukkan tíu í morgun hjá sáttasemjara. Þeim fundi lauk upp úr klukkan sex og er næsti fundur ekki boðaður fyrr en klukkan 13:00 á sunnudag, þegar um sólarhringur er í að allsherjarverkfall taki gildi. Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. 1. júní 2023 11:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna, með einum fulltrúa hvor með sér, komu þriðja daginn í röð til fundar hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun. Verkfallsaðgerðir starfsmanna BSRB eru stigmagnandi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að allsherjarverkfall á mánudag muni ná til starfsmanna hjá 29 sveitarfélögum hafi samningar ekki náðst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir félagsfólk ekki sætta sig við að fá ekki sams konar hækkanir og samstarfsfólk í öðrum verkalýðsfélögum fékk í janúar.Vísir/Vilhelm „Þetta eru í kring um tvö þúsund og fimm hundruð félagar sem leggja niður störf. Þetta er þá í leikskólum, ótímabundið í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Þetta er líka á bæjarskrifstofunum, áhaldahúsum. Þetta eru almenningssamgöngur á Akureyri og vinnuskólar,“ segir Sonja Ýr. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga segir helst tekist á um kröfu BSRB um að þeirra félagar fengju sömu hækkun og starfsfólk á almennum vinnumarkaði fékk í janúar. Samningstími BSRB væri hins vegar annar og hafi náð út marsmánuð á þessu ári en samningar Starfsgreinasambandsins runnið út í september á síðasta ári. Þetta væri erfiðasta krafan. „Enda um samning að ræða sem er að fullu efndur og var samið um til loka mars. Þannig að það er mjög þung krafa.“ Myndir þú kannski segja að það væri þyngsta krafan í þessu? „Já, ég hugsa það,“ segir Inga Rún. Sonja Ýr segir að þá verði einfaldlega að horfa til framtíðar. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt að vera inni á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim, í nákvæmlega sama starfi, fékk launahækkun í janúar. En þau eiga bara að fá hana í apríl. Það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inni á vinnustöðunum.“ Þannig að það verði þá að meta það í hækkuninni sem kemur í apríl að ykkar mati afturvirkt? „Það er bara mjög einfalt að leysa það til framtíðar til dæmis með eingreiðslu eða einhverjum öðrum hætti,“ segir Sonja Ýr. Báðir samningsaðilar segjast vilja forða því að magna deiluna með allsherjarverkfalli á mánudag. Inga Rún segir sveitarfélögin bjóða BSRB algerlega sambærilega samninga og aðrir hefðu fengið. Raunar betri samninga en BSRB hefði samiðum um við Reykjavíkurborg og ríkið. „Það er náttúrlega mjög gott samtal í gangi en þetta hreyfist lítið. Við erum búin að leggja fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn áborðið; tillögum að lausn. En það kemur lítið ámóti,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir. Forystufólk samninganefndanna fundaði klukkustundum saman hjá sáttasemjara á miðvikudag, fimmtudag og frá klukkan tíu í morgun hjá sáttasemjara. Þeim fundi lauk upp úr klukkan sex og er næsti fundur ekki boðaður fyrr en klukkan 13:00 á sunnudag, þegar um sólarhringur er í að allsherjarverkfall taki gildi.
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. 1. júní 2023 11:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46
Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34
„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26
„Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. 1. júní 2023 11:31