„Stundum betri, stundum verri“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 18:00 Hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Vísir/Sylvía Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. „Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“ Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
„Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“
Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48
Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55
Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04