Mikið undir í samningaviðræðum dagsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júní 2023 11:36 Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna funduðu þrjá daga í röð í síðustu viku, án árangurs. Mikilvægur fundur hefst klukkan 13 í dag. Vísir BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Ef samningar nást ekki skella á verkföll á morgun. Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig nú undir umfangsmiklar verkfallsaðgerðir. Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira