Vítamark á lokamínútunni færði Roma Evrópudeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 21:12 Paulo Dybala tryggði Roma Evrópudeildarsæti. Vísir/Getty Paulo Dybala tryggði Roma sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð þegar hann skoraði úr víti á lokamínútunni gegn Spezia. Verona og Spezia þurfa að leika úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í Serie A. Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni. Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira