Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 09:13 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Á þriðja þúsund BSRB-félaga leggja niður störf víðs vegar um landið í dag. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38