Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 12:00 Lewis Hamilton segir ómögulegt að berjast við Max Verstappen um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Edmund So/Eurasia Sport Images/Getty Images Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum. Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira