Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1948 eða fyrir 75 árum og hefur fest sig sessi sem ein skemmtilegasta bæjarhátíð landsins.
Dagskráin var fjölbreytt og stóð hátíðin yfir alla helgina sem hófst með litaskrúðgöngu en heimamenn skreyttu bæinn hinum ýmsu litum og klæddust í samræmi við lit síns hverfis.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, flutti ræðu sem vakti mikla athygli. Þar hvatti hann til byltingu meðal sjómanna.
Ljósmyndir Antons Brink frá helginni má sjá hér að neðan:






















