Goðsögnin rekin frá Milan Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:01 Paolo Maldini er sannkölluð goðsögn í sögu AC Milan en hefur nú verið rekinn frá félaginu. Getty/Simone Arveda Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær. Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31