Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 20:37 Helga Áss var heldur heitt í hamsi á fundi borgarstjórnar í kvöld. Skjáskot Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira