Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júní 2023 20:27 Lionel Messi hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Paris Saint-Germain Vísir/Getty Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. Messi hefur leiki með franska liðinu PSG síðustu tvö árin en ljóst var fyrir nokkru síðan að hann yrði ekki áfram í Frakklandi. Hann hefur verið orðaður við félagaskipti í Sádiarabísku-deildina sem og endurkomu til Barcelona. „Þetta er 100% klárt, ég fer til Inter Miami,“ sagði Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Mundo fyrr í kvöld. pic.twitter.com/pgu2mE7zlY— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 7, 2023 Í kjölfar þess að félagaskiptin voru staðfest hækkaði miðaverð á leiki liðs Inter Miami. Nú er til dæmis ódýrara að kaupa sér miða á þriðja leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar heldur en á leik Inter Miami og Cruz Azul sem sumir telja að verði fyrsti leikur Messi í MLS-deildinni. Í viðtalinu í kvöld kom einnig í ljós að viðræður Messi og Barcelona fóru vissulega fram en að spænska deildin hafi verið treg til að samþykkja mögulegan samning hans. „Augljóslega var ég vongóður um að ég gæti snúið aftur til Barcelona, en eftir það sem gerðist og hvernig ég fór þá vildi ég ekki fara í gegnum sömu hlutina og skilja framtíð mína eftir í höndum annarra. Ég varð að taka mína eigin ákvörðun og hugsa um mig og fjölskyldu mína. Ég tók þá ákvörðun að fara til Miami,“ sagði Messi David Beckham er eigandi Inter Miami og hefur nú landað þeim knattspyrnumanni sem flestir telja besta leikmann sögunnar í MLS-deildina. Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi valdi Miami Argentínski snillingurinn Lionel Messi mun ganga í raðir bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. 7. júní 2023 14:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Messi hefur leiki með franska liðinu PSG síðustu tvö árin en ljóst var fyrir nokkru síðan að hann yrði ekki áfram í Frakklandi. Hann hefur verið orðaður við félagaskipti í Sádiarabísku-deildina sem og endurkomu til Barcelona. „Þetta er 100% klárt, ég fer til Inter Miami,“ sagði Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Mundo fyrr í kvöld. pic.twitter.com/pgu2mE7zlY— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 7, 2023 Í kjölfar þess að félagaskiptin voru staðfest hækkaði miðaverð á leiki liðs Inter Miami. Nú er til dæmis ódýrara að kaupa sér miða á þriðja leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar heldur en á leik Inter Miami og Cruz Azul sem sumir telja að verði fyrsti leikur Messi í MLS-deildinni. Í viðtalinu í kvöld kom einnig í ljós að viðræður Messi og Barcelona fóru vissulega fram en að spænska deildin hafi verið treg til að samþykkja mögulegan samning hans. „Augljóslega var ég vongóður um að ég gæti snúið aftur til Barcelona, en eftir það sem gerðist og hvernig ég fór þá vildi ég ekki fara í gegnum sömu hlutina og skilja framtíð mína eftir í höndum annarra. Ég varð að taka mína eigin ákvörðun og hugsa um mig og fjölskyldu mína. Ég tók þá ákvörðun að fara til Miami,“ sagði Messi David Beckham er eigandi Inter Miami og hefur nú landað þeim knattspyrnumanni sem flestir telja besta leikmann sögunnar í MLS-deildina.
Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi valdi Miami Argentínski snillingurinn Lionel Messi mun ganga í raðir bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. 7. júní 2023 14:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Messi valdi Miami Argentínski snillingurinn Lionel Messi mun ganga í raðir bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. 7. júní 2023 14:00