Hareide uppljóstrar liðinu á Ölveri: „Finnur þetta hvergi annars staðar“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 13:04 Åge Hareide mætir og ræðir við stuðningsmenn Íslands á Ölveri fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal. Samsett/Egill/Diego Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur samþykkt að mæta á sportbarinn Ölver bæði 17. og 20. júní, fyrir landsleiki Íslands við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM karla í fótbolta. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira