Vísað frá neyðarskýli og svipti sig lífi skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 21:01 Neyðarskýlið Lindargötu, fyrir heimilislausa karlmenn. vísir Heimilislausum manni var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti sig lífi skömmu síðar. Systir mannsins segir hann hafa upplifað niðurlægingu og skilningsleysi. Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu. Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu.
Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels