Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 08:07 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að hugað verði að því hvaða tækifæri séu til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira