„Mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni“ Íris Hauksdóttir skrifar 9. júní 2023 11:35 Vera Design og Kraftur styrktarfélag krabbameinssjúkra tóku höndum saman með nýrri skartgripalínu. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra tók nýverið höndum saman við skartgripalínuna Vera Design. Í kjölfarið hannaði Vera Design nýja fallega skartgripalínu fyrir Kraft og mun allur ágóði renna til félagsins. Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér. Tíska og hönnun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér.
Tíska og hönnun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira