Hampiðjan komin á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 13:21 Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, hjá Kauphallarbjöllunni. Nasdaq Iceland Hlutabréf í Hampiðjunni voru í dag tekin til við skipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Félagið hefur verið skráð félag á Íslandi síðan 1993, þar af síðastliðin sautján ár á Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Hampiðjan tilheyri Neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og sé ellefta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og er leiðandi á heimsvísu í þjónustu og þróun á vörum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og úthafsiðnað. Hampiðjan samanstendur af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns. Vöruþróun og nýsköpun eru mikilvægir þættir starfsemi Hampiðjunnar og sá kjarni sem fyrirtækið byggir á en félagið er með 41 einkaleyfi fyrir ýmsar vörutegundir,“ segir í tilkynningunni. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Nasdaq Iceland Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn sé mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna. „Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ segir Hjörtur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að um leið og Kauphöllin bjóði Hampiðjuna hjartanlega velkomna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sé þrjátíu ára skráningarafmæli félagsins á hlutabréfamarkaði fagnað. „Við óskum Hampiðjunni einnig til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð og við hlökkum til að styðja við félagið fram veginn með auknum sýnileika og aðgengi að breiðari hópi fjárfesta.“ Nasdaq Iceland Hampiðjan Kauphöllin Tengdar fréttir Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Hampiðjan tilheyri Neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og sé ellefta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og er leiðandi á heimsvísu í þjónustu og þróun á vörum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og úthafsiðnað. Hampiðjan samanstendur af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns. Vöruþróun og nýsköpun eru mikilvægir þættir starfsemi Hampiðjunnar og sá kjarni sem fyrirtækið byggir á en félagið er með 41 einkaleyfi fyrir ýmsar vörutegundir,“ segir í tilkynningunni. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Nasdaq Iceland Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn sé mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna. „Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ segir Hjörtur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að um leið og Kauphöllin bjóði Hampiðjuna hjartanlega velkomna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sé þrjátíu ára skráningarafmæli félagsins á hlutabréfamarkaði fagnað. „Við óskum Hampiðjunni einnig til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð og við hlökkum til að styðja við félagið fram veginn með auknum sýnileika og aðgengi að breiðari hópi fjárfesta.“ Nasdaq Iceland
Hampiðjan Kauphöllin Tengdar fréttir Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52